Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Nissan Navara

19.12.2017

Lógó BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar. Innköllunin felst í því að skoðuð og mæld er grind bifreiðanna, þ.e. hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum.

BL mun hafa samband í eigendur vegna þessara innköllunar.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA