Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið
Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
Farið er yfir lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglur og reglugerðir sem byggðar eru á þeim lögum og snúa að starfi vigtarmanna. Áhersla er einnig lögð á lög og reglugerðir um efni sem tengist vigtun sjávarafla. Leiðbeinendur koma frá Neytendastofu og Fiskistofu.
Grunnámskeið hafa verið haldin þrisvar á ári og verður næsta löggildingarnámskeið haldið í júní 2018. Boðið er upp á endurmenntunarnámskeið eftir þörfum og þá oftast í framhaldi af grunnnámskeiðinu.
Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fá upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin og fleira er þeim tengist eins og tímasetningar næsta námskeiðs og þar er einnig hægt að innrita sig á námskeið. Þar má líka finna og hala niður hluta af námsefninu sem farið er yfir.