Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar

11.01.2018

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017.

Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“. Neytendastofa taldi að nokkur munur væri á auðkennunum og að myndmerki þeirra væru ólík auk þess sem aðilar væru ekki á sama markaðssvæði. Það voru því ekki talin slík líkindi með auðkennum félaganna að það gæti valdið ruglingi.

Áfrýjunarnefndin telur aftur á móti að líkindi séu með auðkennunum auk þess sem bæði hafa verið notuð við sölu á ís. Þá var litið til þess að fabrikkuísinn væri seldur í smásölu og markaðssettur án tengsla við rekstur veitingastaðar hans og væri því hætta á að villst yrði á auðkennunum.

Lesa má úrskurð nr. 4/2017 hér.

TIL BAKA