Fara yfir á efnisvæði

Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar

16.01.2018

Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
Merkið e á vöru staðfestir að kerfið sem notað er til pökkunar hennar er það nákvæmt að kaupandi vörunar geti treyst því að um rétt magn er að ræða. Staðsetning e-merkisins er við hliðina á þyngdar- eða rúmmálsmerkingu vörunar t.d. 500 g e eða 500 ml e

Vaxandi fjöldi fyrirtækja í Evrópu setur e-merkingu sem skilyrði til að taka forpakkaðar vörur í sölu og hefur Neytendastofa sett á heimasíðu sína leiðbeiningar fyrir þá aðila sem óska að fá vottað ferli til e-merkinga. Ekki er leyfilegt að nota e-merkið án vottunar.

Neytendastofa óska Mjólkursamsölunni ehf til hamingju með vottunina og óskar fyrirtækinu velfarnaðar.

TIL BAKA