Söstrene Grene innkalla 725 barnahnífapör
15.02.2018
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnagöfflum hjá versluninni Söstrene Grene vegna hættu á köfnun. Hnífapörin voru seld í versluninni árið 2017 og í janúar 2018. Alls seldust 725 stykki á þessu tímabili. Um er að ræða barnagaffla úr bambus og plasti sem eru með mismunandi mynstri. Komið hefur í ljós að oddar/tennur gaffalsins geta brotnað. Í verstu tilfellum gætu börn gleypt þessa smáu hluti.
Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til fólks að hætta strax notkun gafflana og skila þeim í verslun Söstrene Grene þar sem þeir frá hnífapörin endurgreidd.
Nánari upplýsingar má nálgast í verslun Söstrene Grene eða í síma verslunarinnar 544-2440