Fara yfir á efnisvæði

Alþjóðlegur dagur neytendaréttar - World Consumer Rights Day

15.03.2018

Í dag 15. mars 2018 er haldinn alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Þema dagsins í ár er aukið traust neytenda í rafrænum viðskiptum og er stuðst við myllumerkið #betterdigitalworld.

Á vettvangi Evrópusambandsins hefur einnig að undanförnu verið lögð aukin áhersla á að bæta neytendavernd á netinu. Má þar helst nefna úttekt ESB á evrópskum neytendaréttareglum (REFIT), stefnu ESB um stafrænan innri markað (Digital Single Market) og fyrirhugaðar umbætur í neytendavernd (New Deal for Consumers). Sjá hér:
http://ec.europa.eu/newsroom/just/item-detail.cfm?item_id=59332
https://ec.europa.eu/commission/priorities/digital-single-market_en
http://www.europarl.europa.eu/legislative-train/theme-area-of-justice-and-fundamental-rights/file-new-deal-for-consumers

Neytendastofa hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að verja neytendur gegn villandi og ósanngjörnum viðskiptaháttum á netinu. Neytendastofa hvetur neytendur jafnt sem fyrirtæki að kynna sér áherslur í bættri neytendavernd í rafrænum viðskiptum. Hægt er að nálgast upplýsingar um daginn hér.
http://www.consumersinternational.org/what-we-do/world-consumer-rights-day/2018-making-digital-marketplaces-fairer/

TIL BAKA