Suzuki innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018. Á ökutækjum sem knúinn eru fleiri en einum orkugjafa (Hybrid) sökum ófullnægjandi styrks á vatnsdælureim sem knýr rafal og útbúin er með innbyggðum ræsibúnaði getur reimin slitnað. Slitni reimin verður bæði rafall og vatnsdæla óvirkt, hleðsluljós kemur á vegna vöntunar á rafhleðslu og ljós fyrir ofhitun vélar kemur á sökum hækkunar á hitastigi kælivatns. Í versta tilfelli getur vélin drepið á sér og ekki hægt að setja hana í gang aftur. Um er að ræða 13 ökutæki og eigendum þeirra verður gert viðvart með bréfi og þeim boðin skoðun og skipti á vatnsdælureim.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Suzuki bíla ef þeir eru í vafa.