Innköllun á Suzuki Swift
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða Suzuki Swift bifreiðum sem framleiddar voru árið 2017 til 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að árekstrarvörn ökutækisins er útbúinn búnaði sem gefur frá sér hljóðmerki og dregur úr sjálfkrafa úr hraða verði hann var við gangandi vegfarendur framundan. Búnaðurinn skynjar þetta sem hættu á árekstri. DSBS (Dual Sensor Brake Support) Sökum ófullnægjandi stillingar á sjálfvirkri hraðaminnkun og aðgerðartíma sjálfvirkrar hemlunar er möguleiki á því að óvænt hemlun eigi sér stað. Eigendum þessara bifreiða verður sent bréf þar sem þeim er boðið upp á uppfærslu á hugbúnaði sem tengist DSBS kerfinu.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Suzuki bíla ef þeir eru í vafa.