Fara yfir á efnisvæði

A4 innkallar neonlitað GOOBANDS GOOGOO leikfangaslím

16.04.2018

FréttamyndNeytendastofu barst í síðustu viku barst tilkynning í gegnum Rapexkerfið um neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím frá GOOBANDS GOOGOO, sem stóðst ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Slímið inniheldur efnið boron sem er að finna í fjölmörgum matvörum og hreinlætisvörum. Boron er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni og getur þá valdið ertingu í maga, lifur og nýrum.Slímið hefur verið í sölu í nokkra mánuði bæði í verslunum A4 og í heildsölu hjá öðrum söluaðilum. Umrætt slím var selt í verslunum Iceland, Fjarðarkaupum, Íslandspósti og Krónunni.
Í tilkynningu frá A4 kemur fram að þeir viðskiptavinir sem hafi keypt GOOBANDS GOOGOO með vörunúmeri GP074/3 geti skilað því til A4 og fengið vöruna endurgreidda. A4 mun ennfremur setja upp auglýsingu í verslun sinni og hjá endursöluaðilum þar sem innköllunin er áréttuð. A4 mun einnig hætta sölu á Glimmerslími, tvílitu slími og sjálfslýsandi slími með litlum stífleika.

Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að hætta strax notkun þessa slíms og skila því til söluaðila.

TIL BAKA