Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA Optima

07.05.2018

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.  Ástæða innköllunar er sú að orðið hefur verið vart við galla í spennuvarnarbúnaði í tilteknum bílum af þessari tegund. Þessi bilun getur valdið því að viðvörunarljós kvikni í mælaborði og rafmótor verði óvirkur. Viðgerð tekur um það bil 2 klukkustundir og felst í því að skipt verður um stjórnkerfi fyrir hleðslustýringu.

Bílaumboðið Askja mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf um innköllunina.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA