Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Britax Römer DUALFIX

08.05.2018

Fréttamynd

Neytendastofu barst tilkynning í gegnum RAPEX kerfið, um innköllun á barnabílstólum frá Britax Römer sem heita DUALFIX og voru seldir á tímabilinu 3. nóvember 2017 - 22. mars 2018. Stólarnir hafa verið innkallaðir vegna mögulegs galla í skel, sem veldur því að hætta er á því að stóllinn losni frá basei við árekstur. Samkvæmt tilkynningu frá Britax þá eru aðeins DUALFIX bílstólar frá þessu tímabili sem falla undir innköllunina en ekki aðrir Britax stólar.

Hægt er að fara á https://www.dualfix-check.com/ og slá inn raðnúmeri stólsins, til að komast að því hvort stóll fellur undir innköllunina. Skila má stólum sem falla undir innköllunina til þeirrar verslunar sem hann var keyptur í.

Samkvæmt upplýsingum Neytendastofu voru Britax stólarnir seldir í verslunum Fífu, Bílanaust og Ólavía og ÓIiver.

Neytendastofa vill einnig nýta tækifærið og vekja athygli á þessari innköllun fyrir þá sem hafa keypt sér stóla í verslunum erlendis.

TIL BAKA