Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Ford Ranger bifreiðum

15.05.2018

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapexkerfinu um innköllun á Ford Ranger bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu 07/10/2016 til 17/11/2016. Ástæða innköllunar er að í  sumum bifreiðum af þessari tegund er mögulegt að gallaðir loftpúðanemar hafi verið settir upp.  Sé sú raunin er hætta á að loftpúðar blásist ekki upp við árekstur.  Ford hefur ákveðið að innkalla bifreiðarnar og setja nýja hliðarlofpúði.
 
ð sögn umboðs aðila Ford bifreiða hafa ekki verið fluttir inn bílar sem falla undir þessa innköllun.  Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu eru eigi að síður 4 slíkir bílar í umferð á Íslandi.  Eigendur þessara bíla eru hvattir til að leita upplýsinga um hvernig  og leita til Brimborgar varðandi þessa innköllun.
 
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA