Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

06.06.2018

Í febrúar 2017 kvartaði Ergoline Ísland ehf. yfir samskiptum Pennans ehf. við Íslandsbanka hf. í tengslum við útboð vegna kaupa bankans á húsgögnum. Taldi Ergoline að fullyrðingar Pennans við Íslandsbanka um tiltekin húsgögn væru villandi og fælu í sér óréttmæta viðskiptahætti.

Neytendastofa taldi ekki að umræddir viðskiptahættir væru óréttmætir. Um hafi verið að ræða samskipti bjóðenda og kaupanda í tengslum við útboð og að samskiptin hafi verið gagnkvæm. Íslandsbanki hafi gefið bjóðendum færi á að koma að upplýsingum, skýringum eða athugasemdum um aðstæður og réttarstöðu bjóðenda og vörur þeirra vegna upplýsinganna.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að ekki hafi verið um óréttmæta viðskiptahætti að ræða.

Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 1/2018 má lesa hér.

TIL BAKA