Fara yfir á efnisvæði

Tölvulistanum bönnuð birting fullyrðingarinnar „Aldrei aftur blekhylki“

27.06.2018

Neytendastofu barst kvörtun yfir fullyrðingunni „Aldrei aftur blekhylki!“ í auglýsingu Tölvulistans á Epson prentara. Kvörtunin snéri að því að þrátt fyrir þessa fullyrðingu noti prentarinn blek. Í svörum Tölvulistans kom fram að prentarinn noti ekki eiginleg blekhylki heldur fylgi honum blekdunkar sem notaðir séu til að fylla á prentarann og dugi venjulegum notendum í allt að sjö ár.

Neytendastofa taldi framsetningu fullyrðingarinnar með þeim hætti að ekki sé hægt að skilja hana öðruvísi en að prentarinn notist ekki við blek, sé einnota eða að fullyrðingin sé einfaldlega röng. Taldi Neytendastofa fullyrðingu Tölvulistans fela í sér villandi viðskiptahætti gagnvart neytendum og óréttmæta viðskiptahætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA