Fara yfir á efnisvæði

Hillumerkingar jurtavara ekki villandi

28.06.2018

Neytendastofu barst kvörtun frá Sambandi afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) þar sem kvartað var yfir því hillumerkingum jurtavara. Taldi SAM að merkingarnar væru villandi þar sem notast væri við afurðaheiti mjólkur, s.s. möndlumjólk, hnetusmjör o.fl. Byggði erindið á reglugerð frá Evrópusambandinu og dómi Evrópudómstólsins um sama efni.

Neytendastofa leitaði sérfræðiálits frá Matvælastofnun um efni viðkomandi reglugerðar. Í álitinu kom meðal annars fram að sá þáttur reglugerðarinnar sem snýr að mjólkurvörur hefur ekki verið tekinn upp í EES-samninginn.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöður að hillumerkingarnar væru ekki villandi í þeim tilvikum sem vísað var til í erindinu. Við matið var litið til þess að merkingarnar veita ýmist upplýsingar sem lýsa innihaldi vörunnar, s.s. möndlumjólk og hnetusmjör, innihalda erlent heiti vörunnar eða eru á annan hátt lýsandi um að varan sé ekki unnin úr dýramjólk.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA