Hyundai innkallar IONIQ PHEV
29.08.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi að innkalla þurfi 2 Hyundai IONIQ PHEV af bifreiðar af árgerðinni 2015-2017. Ástæða innköllunar er að vökvakúplingar uppfylli ekki staðla og það gæti orðið til þess að vökvi komist inní kúplingsdælu sem gæti orsakað skammhlaup og þannig aukið hættuna á ofhitnun/eldsvoða. Viðgerð felst í því að kúplingsdæla verður skoðuð og þeim skipt út ef þurfa þykir. Aðgerð er eigendum að kostnaðarlausu og tekur u.þ.b.1 klst.
Hringt verður í eigendur á næstu dögum.