Auðkennið ORG
Neytendastofu barst erindi ORG-Ættfræðiþjónustunnar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun verslunarinnar ORG Reykjavík á auðkenninu ORG. ORG-Ættfræðiþjónustan vísaði m.a. til þess að ORG hefði verið notað af fyrirtækinu frá 1999 auk þess sem auðkennið ORG hafi verið skráð sem orðmerkið árið 2004. Taldi ORG-Ættfræðiþjónusta að notkun ORG Reykjavík á auðkenninu væri til þess fallin að valda ruglingi á milli fyrirtækjanna.
ORG-Reykjavík mótmælti því að hætta væri á að fyrirtækjunum væri ruglað saman. Annars vegar væri um að ræða lífstílsverslun sem selji vörur eins og fatnað, skó og jógavörur og hins vegar fyrirtæki sem veitti ættfræðiþjónustu. Fyrirtækin væru ekki í samkeppni og engin skörun þeirra á milli.
Taldi Neytendastofa að þrátt fyrir notkun á sama orðmerkinu, þ.e ORG sem fyrra nafn auðkenna fyrirtækjanna þá væru myndmerkin talsvert ólíkt stílfærð. Þá greindi mikið á milli reksturs fyrirtækjanna sem væru hvorki keppinautar né starfandi á sama markaði. Tilgangurinn með rekstrinum væri ekki hinn sami og miðaði ekki að sama markhóp. Horfði Neytendastofa að lokum ennfremur til þess að engin samlíking væri með síðari hluta auðkennanna eða tenging þar á milli sem gæti valdið ruglingi. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér