Fyrirkomulag gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín
Velferðarráðuneytið hefur á vefsíðu sinni tilkynnt hvernig fyrirkomulagi við gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín verður háttað. Þar kemur fram að samkvæmt þeirri útfærslu við gjaldtöku sem Neytendastofa vinni að, sé ekki gert ráð fyrir að tilkynningargjald leggist á smásala, nema í þeim tilvikum sem viðkomandi smásali kjósi sjálfur að tilkynna vöru á markað. Tilkynningargjald leggist því almennt á framleiðanda vörunnar og greiðir framleiðandi 75.000 kr., fyrir viðkomandi vörulínu áfyllinga, eftir því hvert magn nikótíns er í vökva og á tegundir tækja sem framleiðendur vilja markaðssetja hér á landi. Nánar er fjallað um þetta í tilkynningu velferðarráðuneytisins, sjá: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/10/02/Fyrirkomulag-gjaldtoku-vegna-markadssetningar-a-rafrettum-sem-innihalda-nikotin/.