Fara yfir á efnisvæði

Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019

06.11.2018

Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu. Tilkynningarferlið er útskýrt í 6 skrefum á heimasíðunni, sjá smella hér 

Fylla þarf út excel form sem finna má á heimasíðunni, vista það og senda á netfangið rafrettur@neytendastofa.is. Leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðsins er að finna í flipa í excel skjalinu. Neytendastofa metur fjölda gjaldskyldra tilkynninga og sendir upplýsingar um upphæð, reikningsnúmer og bankakostnað á tengilið viðkomandi aðila.

Þegar gjald hefur verið greitt hefst vinnsla tilkynningar. Þá er kannað hvort fullnægjandi upplýsingar eru í tilkynningareyðublaðinu og hvort nánari upplýsinga er þörf. Því næst er metið hvort viðkomandi vara fullnægir skilyrðum til markaðssetningar á Íslandi. Tilkynningargjald er ekki endurgreitt þó skráningu sé synjað. Þær vörur sem uppfylla skilyrði til markaðssetningar á Íslandi verða birtar á sérstökum lista á heimasíðu Neytendastofu.

Rafretturvörur sem verða á markaði eftir 1. mars 2019, og eru ekki á lista Neytendastofu, verða ólöglegar í sölu.

TIL BAKA