Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið RVK EVENTS

15.11.2018

Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman. Auðkennin væru samskonar og rekstur fyrirtækjanna á nátengdum sviðum. RVK Events hafnaði kröfum RVK Studios og Sögn og benti á að nafngiftin væri til komin vegna þess að fyrirtækið hafi viljað auðkenna sig starfsemi sinni sem væri viðburðastjórnun og viðburðaþjónusta og að fyrirtækinu væri ekki kunnugt um að ruglingur hefði orðið.

Fyrirtækið Sögn hafði skráð lénið rvkevents.is árið 2013 en engin starfsemi virtist hafa verið léninu frá skráningu þess. Í málinu voru heldur engin gögn um notkun RVK Studios á heitinu RVK Events vegna starfsemi sinnar. Neytendastofa taldi því að notkun RVK Events á heiti sínu væri ekki í andstöðu við lög og væri því ekki ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Sögn og RVK Studios.

Ákvörðun nr. 39/2018 varðandi auðkennið RVK EVENTS má finn hér.

TIL BAKA