Fara yfir á efnisvæði

Nova boltar bannaðir

21.12.2018

Innkallaðir Nova boltar

Neytendastofa hefur bannað afhendingu á NOVA boltum í kjölfar ábendingar um að boltarnir gætu verið hættulegir ungum börnum. Kom fram að boltarnir væru ekki CE-merktir og saumar boltans hefðu rifnað. Við það hafi innihald boltans orðið aðgengilegt börnum.

Við skoðun stofnunarinnar kom í ljós að boltinn var ekki CE-merktur og saumar rifnuðu auðveldlega. Því geta börn auðveldlega nálgast innihald boltana sem var plastpoki sem innihélt litlar kúlur. Auk þess voru ekki viðeigandi viðvörunarmerkingar, m.a. um að leikfangið hentaði ekki börnum yngri en þriggja ára. Í framhaldi af því tók Neytendastofa ákvörðun um að leggja tímabundið afhendingarbann á boltana.

Eftir nánari skoðun var varanlegt afhendingarbann lagt á NOVA boltana. Um er að ræða bolta sem gefnir voru sem sumargjöf merkta „NOVA – stærsti skemmtistaður í heimi“. Á EES-svæðinu eru gerðar þær kröfur að leikföng séu CE-merkt. Með CE-merkinu lýsir framleiðandi því yfir að vara sem hann hafi framleitt uppfylli þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vörunnar.

Var NOVA gert að innkalla vöruna og birta neytendum viðvörun um að þeir skyldu skila eða eyða vörunum á öruggan hátt.

Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum boltanna.

Hægt er að sjá ákvörðun Neytendastofu hér.

TIL BAKA