Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
02.01.2019
Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi hf. í júní s.l. vegna auglýsinga um að Toyota Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar væru villandi þar sem skilja mætti fullyrðinguna með tvennum hætti. Annars vegar að vísað væri til aksturstíma og hins vegar til aksturslengdar. Toyota gat fært sönnur fyrir fullyrðingunni varðandi aksturstíma en gat ekki fært sönnur fyrir fullyrðingunni varðandi vegalengd. Toyota var því bannað að birta fullyrðinguna án þess að frekari skýringar kæmu fram.
Toyota kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.
Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér