Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Brimborg innkallar Citroén C1

14.01.2019

Brimborg vörumerkiðNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Brimborg.um að innkalla þurfi 10 Citroén C1 bifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2006 til 2007. Ástæða innköllunar er sú að líming afturrúðu gæti verið óþétt.

Við innköllun er afturrúðan skoðuð og lagfærð ef þurfa þykir. Skoðun tekur u.þ.b 30 mínútur. Brimborg mun hafa samband við eigendur umræddra bifreiða og bjóða þeim tíma í skoðun.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA