Fara yfir á efnisvæði

Opinbert samráð til að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunar um neytendalán

16.01.2019

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er með opinbert samráð til að safna upplýsingum um virkni neytendalánatilskipunarinnar (2008/48 / EB).
Tilskipunin tryggir neytendum rétt til að falla frá lánssamninginn innan 14 daga, rétt til greiðslu fyrir gjalddaga og leggur á lánveitendur skyldu til að meta lánshæfi áður en samningur er gerður. Tilskipunin tryggir einnig að allir neytendur í Evrópusambandinu fái staðlað eyðublað, sem auðvelt er að nota til þess að bera saman helstu eiginleika mismunandi lánstilboða áður en samningur er gerður.
Núna, tíu árum eftir að tilskipunin var samþykkt, er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með samráð til að meta hvort tilskipunin þjónar enn sama tilgangi tilliti til þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað frá árinu 2008. Samráðið mun gera framkvæmdastjórninni kleift að geta metið mikilvægi, skilvirkni, samheldni og ESB virðisauka tilskipunarinnar. Markmið opinbers samráðs er að tryggja að allir hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að tjá skoðanir sínar um neytendalánatilskipunina.
Samráðið er aðgengilegt á netinu og er opið til 8. apríl.
https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/initiatives/ares-2018-3472049/public-consultation_en

TIL BAKA