Fara yfir á efnisvæði

Iceland innkallar hættulegt leikfangaslím

31.01.2019

Leikfangaslím

Neytendastofu hafa borist fjölda tilkynninga um Safety Gate kerfið um hættulega slím sem börn eru að leika sér með. Eitt af þeim er tvílitað leikfangaslím frá Toi-Toys. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af boron. Bóron en oft notað til að mýkja slímið án þess að gera það klístrað. Sé boron í of miklu magni og kemst inn í líkamann í gegnum snertingu eða meltingarveg, getur þá valdið ýmiskonar ertingu og m.a haft áhrif á þroska æxlunarfæra hjá börnum. Toi-Toys leikfangaslímið hefur verið í sölu í verslun Iceland við Engihjalla.

Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að hætta strax notkun þessa slíms og skila því til söluaðila.

TIL BAKA