Pönnukökupönnur innkallaðar.
01.02.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Svanhóli ehf. um innköllun á gölluðum pönnukökupönnum. Kemur fram að í verslanir fóru óvart um 100 stk. pönnukökupönnur þar sem halli handfangs er ekki réttur. Þessi galli veldur því að erfitt er að handleika pönnuna við bakstur.
Viðskiptavinir eru beðnir um að koma í heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar ehf. að Köllunarklettsvegi 6 sem er dreifingaraðili á pönnunum. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum sem áttu sér stað í þessari framleiðslulotu. Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir munu jafnframt fá nýjar merkingar og leiðbeiningar um hvernig eigi að meðhöndla pönnuna.