Heimkaup innkallar barnaburðarpoka
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heimkaup um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað.
Prófun á Sling Unlimited 4 in 1 leiddi í ljós að samkvæmt merkingum var burðarpokinn ætlaður mjög ungum börnum, en börn undir fjögurra mánaða verða að vera í burðarpoka sem er sérstaklega útbúinn með stuðning fyrir höfuð þeirra. Jafnframt kom í ljós að það er hætta á að börn geti dottið úr pokunum og festingar héldu ekki.
Í tilkynningu frá Heimkaup kemur fram að búið sé að hafa samband við kaupendur burðarpokanna og þeim boðin endurgreiðsla.
Neytendastofa hvetur þá sem eiga umrædda barnaburðarpoka að hætta notkun þeirra strax.
Neytendastofa hefur ekki fengið tilkynningar um að slys hafi orðið á hér á landi.