Hættulegt prumpuslím í verslunum hérlendis
Neytendastofu hafa borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím sem heitir Noise Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati. Bórat getur borist inn í líkamann við handfjötlun í gegnum húð. Þekktar eiturverkanir eru samkvæmt vefsíðu Landlæknis vegna bórats eru m.a. húðerting með útbrotum (jafnvel mikill roði og blöðrur), skjálfti, flog, höfuðverkur, meltingartruflanir, þunglyndi og örlyndi. Í viðvörun frá Safety Gate kerfinu er þess getið að bórat getur haft hamlandi áhrif á þroska æxlunarfæra í börnum. Toi-Toys leikfangaslímið hefur m.a verið í sölu í verslunum Hagkaups og í verslunum Iceland.
Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að hætta strax notkun þessa slíms og skila því til söluaðila.