Fara yfir á efnisvæði

Brimborg innkallar Mazda BT-50

18.02.2019

vörumerki MazdaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Mazda bifreiðar af árgerðunum 2006 til 2011.  Um er að ræða 23 bifreiðar af gerðinni BT-50. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA