Hættulegir barnaburðarpokar
02.04.2019
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum barnaburðarpoka frá Little Life. Barnaburðarpokinn heitir All Terrain S2. Neytendastofa tekur þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnana í Evrópu í að skoða barnaburðarpoka. Komið hefur í ljóst að All Terrian S2 burðarpokinn getur verið hættulegur í notkun.
Prófanir leiddu í ljós að ef barn hreyfir sig mikið í burðarpokanum, losna axlarólarnar og barnið getur dottið úr pokanum. Neytendastofa hefur ekki fundið vöruna í verslunum á Íslandi en varan hefur verð seld í erlendum netverslunum eins og Amazon.
Neytendastofa hvetur foreldra til að hætta notkun þessara burðarpoka strax.