Fara yfir á efnisvæði

Fifa innkallar hættuleg barnahreiður

09.04.2019

Barnahreiður BabyDan

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnahreiðrinu Cuddle Nest Ergo frá Baby Dan vegna köfnunarhættu. Ástæðan er sú að bil myndast á milli hringlagabotns hreiðursins og hliðanna. Ef barnið snýr höfðinu, getur það fest sig í bilinu á milli hliðar og botns sem getur leitt til köfnunar.

Dreifingaraðilinn hefur því innkallað vöruna og sölu hefur verið hætt.

Neytendastofa hvetur þá sem eiga umrædd barnahreiður til að hætta notkun þeirra strax og hafa samband við Fífu. Jafnframt vill Neytendastofa benda á að þessi köfnunarhætta getur verið til staðar í svipuðum vörum. Því hvetjum við neytendur að athuga vel hvort það sé samsvarandi köfnunarhætta í barnahreiðri sem verið er að nota.

TIL BAKA