Auðkennið PRENTLIST
Neytendastofu barst erindi Prentlistar sf. þar sem kvartað var yfir notkun einkafirmans Plakats á auðkenninu PRENTLIST á vefsíðunni prentlist.is. Prentlist taldi hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman. Auðkennin væru samskonar og báðir aðilar starfandi á skyldum mörkuðum, þ.e. prentþjónustu. Plakat hafnaði kröfum Prentlistar og taldi auðkennið vera of almennt og lýsandi fyrir starfsemina. Auk þess væri starfsemi fyrirtækjanna og markhópar gjörólíkir.
Neytendastofa taldi auðkennið PRENTLIST nokkuð almennt og lýsandi fyrir starfsemi beggja félaga. Auk þess væri munur á starfsemi og markópi fyrirtækjanna. Notkun Plakat á auðkenninu væri ekki í andstöðu við lög og væri því ekki ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Prentlistar.
Ákvörðun nr. 18/2019 má lesa í heild sinni hér.