Fara yfir á efnisvæði

SUNDVIK skiptiborð/kommóða IKEA geta verið hættuleg

30.04.2019

Skiptiborð IKEA

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA um mögulega hættu ef SUNDVIK skiptiborð/kommóða ef hún er er notað á rangan hátt. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem skiptiborðið/platan hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Í öllum þeim atvikum voru öryggisfestingarnar ekki notaðar eins og tiltekið er í samsetningarleiðbeiningum.

„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.
Kemur fram að við skoðun á málinu kom í ljós að viðskiptavinir voru í mörgum tilvikum að nota húsgagnið sem skiptiborð án þess að nota öryggisfestingarnar sem fylgdu með. Húsgagnið er hugsað sem skiptiborð fyrir ungbörn, og þá eru öryggisfestingarnar nauðsynlegar, sem má svo breyta í kommóðu þegar ekki er lengur þörf á skiptiborði.

Sem fyrirbyggjandi aðgerð hvetur IKEA alla eigendur SUNDVIK skiptiborðs/kommóðu til að nota öryggisfestingar á réttan hátt. Viðskiptavinir sem hafa týnt festingunum eruð beðnir að hafa samband við þjónustuver til að fá nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.

Varan er örugg svo lengi sem hún er notuð eins og ætlast er til og í samræmi við samsetningarleiðbeiningar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar má fá á IKEA.is og í þjónustuveri í síma 520 2500.

TIL BAKA