Lagfæra þarf vöggur frá Blindravinnustofunni
Neytendastofa barst tilkynning um að bast barnavöggur frá Blindravinnustofunni hafi verið teknar tímabundið úr sölu. Neytendastofa hafði fengið ábendingar um að vöggurnar væru óstöðugar og að að dýnan sem seld er með vöggunni væri of lítil. Í tilkynningunni kemur fram að Blindravinnustofan lét gera athugun á vöggunum fyrr á árinu þar fram kom að ýmislegt þyrfti að lagfæra svo sem stöðugleika, læsingar á hjólum og merkingar.
Blindravinnustofan hefur undanfarna mánuði unnið að úrbótum á vöggunum. Sú vinna er vel á veg komin og munu þær úrbætur tryggja að vöggurnar uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til vagga. Í framhaldinu mun öllum þeim sem eiga barnavöggur frá Blindravinnustofunni vera gefin kostur á uppfærslu á vöggunum.
Ef forráðamenn vilja halda áfram að nota vögguna þá hvetur Neytendastofa þá að skilja börnin ekki án eftirlits í vöggunni.