Hekla innkallar 14 Volkswagen T6 bifreiðar
16.08.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 Volkswagen T6 bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að við háþrýstiþvott á hægri hliðgetur vatn komist inn í stjórnbox fyrir afturhlera og valdið skammhlaupi. Í verstu tilfellum gæti eldur kviknað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.