Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

05.09.2019

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að veita Djúpavogshöfn ekki undanþágu fyrir vigtarmenn frá hæfisreglum.

Neytendastofa hefur heimild til að veita undanþágu frá hæfisreglum vigtarmanna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ.m.t að fámenni í viðkomandi byggðarlagi valdi því að örðugt er að fá til starfa löggiltan vigtarmann sem uppfyllir öll skilyrði hæfisreglna. Auk þess að sveitarfélag sýni fram á að leitað hafi verið eftir aðila til starfa sem uppfylli hæfisskilyrði.

Neytendastofa mun taka málið til meðferðar að nýju, í samræmi við niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar.

Hægt er að sjá úrskurða áfrýjunarnefndar neytendamála hér.


TIL BAKA