Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Fitness Sport um Sweet Sweat vörur bannaðar

05.09.2019

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga Fitness Sport í auglýsingum félagsins á Sweet Sweat geli og belti.
Neytendastofa óskaði eftir sönnunum fyrir fullyrðingum um að vörurnar m.a. brenni fitu á ákveðnum svæðum líkamans, örvi fitubrennslu og auki hitastig á magasvæði sem valdi aukinni svitamyndun og vatnslosun.
Við meðferð málsins lagði Fitness Sport ekki fram nein gögn til að færa sönnur á umræddar fullyrðingar. Komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væri ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna.

Neytendastofa hefur því bannað Fitness Sport frekari birtingu á fullyrðingunum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA