Fara yfir á efnisvæði

Törutrix sekt fyrir brot á ákvörðun

06.09.2019

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Törutrix ehf. fyrir brot gegn ákvörðun. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var Törutrix bönnuð birtingu fullyrðinga um virkni vörunnar SKINNYCOFFEECLUB þar sem ekki tókst að sanna þær. Í banninu fólst m.a. að Törutrix skyldi fjarlægja fullyrðingarnar úr vefverslun sinni.

Í kjölfar ábendingar, sem og skoðunar Neytendastofu á vef Törutrix, þann 9. maí 2019, var ljóst að fullyrðingar um vörur SKINNYCOFFEECLUB höfðu ekki verið fjarlægðar úr vefverslun. Þrátt fyrir að fullyrðingarnar væru teknar út við athugasemdir Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn ákvörðun.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA