Bannaðar „heilsu“ rafrettur
Neytendastofa vill af gefnu tilefni minna á að það er bannað að selja einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem gefa til kynna að varan hafi heilsubætandi eiginleika, lækningamátt, eða lífsþrótt. Neytendastofa hefur þegar haft merkingar á vöru til skoðunar sem gefa í skyn að um „heilsu“ áfyllingu fyrir rafrettur sé að ræða.
Einnig má varan ekki innihalda vítamín, koffín eða önnur efni sem gætu gefið til kynna að varan sé heilsusamleg eða orkugefandi. Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að í Evrópuríkjum hafi vara verið markaðssettar rafrettur og áfyllingar sem reyndust innihalda E-vítamín. E-vítamín fundust einnig í þeim vökvum sem rannsakaðir voru vegna öndunarfæraveikinda notenda rafrettna í Bandaríkjunum og ekki hefur verið útilokað að það tengist veikindunum.
Ábendingum vegna rafrettna og áfyllinga fyrir þær má koma til Neytendastofu í gegnum mínar síður á heimasíðunni: www.neytendastofa.is.