Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna
Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingu Húsasmiðjunnar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 18. júní 2019, þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins.
Með fyrri ákvörðun Neytendastofu hafði stofnunin bannað Húsasmiðjunni að auglýsa Tax Free afslátt með þessum hætti.
Við meðferð málsins kom fram að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar farið út sem innihéldu ekki prósentuhlutfall afsláttarins.
Í ljósi þess að Húsasmiðjan hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna fyrir brotið.
Ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 má lesa í heild sinni hér.