Fara yfir á efnisvæði

Skanva sektað fyrir brot gegn ákvörðun

28.10.2019

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Skanva ehf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar. Með fyrri ákvörðuninni var Skanva bannað að veita villandi upplýsingar um verðlækkun. Skanva braut gegn ákvörðuninni með áframhaldandi kynningu á lækkuðu verði án þess að sýna fram á að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. Neytendastofa taldi því nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn ákvörðun.

Ákvörðunina með lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA