Barnaloppan innkallar snuddubönd
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Barnaloppunni um innköllun á snuddubandi vegna slysahættu. Snuddubandið er ekki merkt en hefur verið selt í bás 16. Ástæða innköllunar er að varan er ekki framleidd í samræmi við kröfur. Meðal annars losnar slaufa sem límd er á bandið auðveldlega og getur valdið köfnun. Einnig er bandið of langt en snuddubönd mega ekki vera lengri en 22cm.
Barnaloppan hvetur viðskiptavini sem hafa keypt snudduband úr bás 16 til að koma með það í verslunina og fá vöruna endurgreidda.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera meðvitaðir um að snuddubönd eiga að vera merkt EN 12586. Ef númer þessa staðals er á vörunni þá er mjög líklegt að varan sé í lagi og hafi verið framleidd í samræmi við kröfur.