Fara yfir á efnisvæði

Modus hárstofa villir ekki um fyrir neytendum

29.11.2019

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins um að neytendum væru veittar villandi upplýsingar af Modus hárstofu þar sem hún væri ekki rekin undir forstöðu meistara í hársnyrtiiðn eins og krafa er gerð um í iðnaðarlögum.

Í ákvörðuninni er um það fjallað að Neytendastofa hefur ekki eftirlit með iðnaðarlögum og tekur því ekki ákvarðanir á grundvelli þeirra laga. Til álita kæmi hvort neytendum væru veittar villandi upplýsingar um réttindi og hæfni söluaðila. Í ljósi þess að hjá Modus hárstofu starfi bæði einstaklingar með meistararéttindi og með sveinspróf í hársnyrtiiðn taldi Neytendastofa að ekki væri villt um fyrir neytendum.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.


TIL BAKA