Fara yfir á efnisvæði

Danco innkallar dúkku vegna köfnunarhættu

18.12.2019

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Danco, heildverslun, um innköllun á dúkku af gerðinni Cute Baby frá Toi Toy, vörunúmer 02090 vegna slysahættu. Ástæða innköllunar er að varan uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfanga. Dúkkan getur rifnað þannig að smáir hlutir verða aðgengilegir og hætta verður á köfnun hjá ungum börnum. Auk þess sem innri fylling leikfangsins getur orðið aðgengileg.

Í tilkynningu frá Danco kemur fram að dúkkan hafi verið seld í verslun Kvennadeild Rauða krossins, Umboðssölunni Art, Hveragerði og í Skálanum, Stokkseyri. Danco hvetur viðskiptavini sem hafa keypt dúkkuna Cute Baby til að skila henni í verslun þar sem hún var keypt og verður varan að fullu endurgreidd.

Neytendastofa hvetur alla sem eiga dúkkuna að hætta notkun hennar samstundis.


TIL BAKA