Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur

02.01.2020

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Póló söluturni, Bústaðarvegi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær.

Kom í ljós að innsigli var rofið á 146 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.

Neytendastofa mat jafnframt að 24 umbúðir áfyllinga höfðuðu sérstaklega til barna eða ungmenna vegna litríkra myndskreytinga, til dæmis með einhyrningum og regnbogum, eða slagorða. Auk þess voru tvær tegundir sem líkjast of mikið matvælum.

Hægt er að lesa ákvörðun Neytendastofu hér.


TIL BAKA