Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon

03.01.2020

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna fullyrðinga Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon. Í fullyrðingunum kom fram að efnisveitan sé stærsta efnisveita landsins með íslensk sjónvarpsefni, bjóði upp á mesta úrval íslensk efnis og sé stærsta áskriftarveita landsins.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að í ljósi þess að ekki hafi verið ágreiningur milli aðila málsins um að aðrar efnisveitur bjóði upp á minna úrval af íslensku sjónvarpsefni hafi Sýn sannað fyrstu tvær fullyrðingarnar.

Við meðferð málsins lagði Sýn hins vegar ekki fram nein gögn til sanna þá fullyrðingu að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins. Komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að hún væri ósönnuð.

Neytendastofa hefur því bannað Sýn að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA