IKEA innkallar TROLIGTVIS ferðabolla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á TROLIGTVIS ferðabollum sem merktir eru „Made in India“. Samkvæmt tilkynningunni sýna nýlegar prófanir að varan losar hugsanlega meira af efnasamböndum en sett viðmið segja til um. Því eru eigendur þessara tilteknu ferðabolla hvattir til að skila þeim í IKEA þar sem þeir verða að fullu endurgreiddir.
Kemur fram að vörurnar eru prófaðar ítrekað og þurfa að standast allar viðeigandi reglugerðir og staðla ásamt þeim kröfum sem IKEA setur sjálft. Nýlegar prófanir sýna að ferðabollarnir geta hugsanlega losað meira magn af díbútýlþalötum (DBP) en fyrrnefnd viðmið segja til um. IKEA hefur um árabil bannað notkun þalata í vörur sem ætlaðar eru fyrir matvæli og tók því ferðabollana strax úr sölu meðan á rannsóknum stóð. Þær hafa svo leitt í ljós að ekki allir ferðabollar merktir „Made in India“ standast þær kröfur sem gerðar eru.
TROLIGTVIS ferðabollarnir hafa verið seldir síðan í júlí 2019. IKEA hvetur alla þá sem eiga slíka ferðabolla sem merktir eru „Made in India“ til að skila þeim og fá að fullu endurgreidda. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á IKEA.is.
IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kanna að valda.