Fara yfir á efnisvæði

Afpöntun og aflýsing pakkaferðar

26.02.2020

Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar. Að gefnu tilefni vill stofnunin vekja sérstaka athygli á þeim reglum sem um þetta gilda.

Ferðamenn eiga alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferð er farin. Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar. Í þeim tilvikum á ferðamaður rétt á að fá fulla endurgreiðslu. Þessar aðstæður þarf að meta í hverju tilviki út frá aðstæðum á ferðastað.

Neytendastofa hefur ekki tekið stjórnvaldsákvörðun þar sem tekin er afstaða til þess hvenær sjúkdómar á ferðastað teljist óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Á þessu stigi er því ekki hægt að svara þeirri spurningu með afgerandi hætti. Leiða má að því líkur að ef heilbrigðisyfirvöld vara almennt við ferðalögum til viðkomandi staðar eða ef ferðabann er í gildi, sé um að ræða óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður.

Ef aðstæður ferðmanns eru þannig að honum er af heilsufarsástæðum ráðlagt að ferðast ekki til viðkomandi staðar, þrátt fyrir að ekki sé litið svo á að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður séu þar, getur ferðamaður athugað forfallatryggingar sínar.

Ákveði ferðaskrifstofa að aflýsa ferð ber henni að endurgreiða ferðamönnum að fullu.

Nánari upplýsingar um pakkaferðir má nálgast hér.

https://www.neytendastofa.is/neytendur/alferdirpakkaferdir/

TIL BAKA