Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingar frá Evrópusambandinu um pakkaferðatilskipun vegna COVID-19

06.03.2020

Neytendastofa vill vekja athygli á að Evrópusambandið hefur sett upp vefsvæði þar sem nálgast má ýmsar almennar upplýsingar vegna COVID-19 veirunnar. https://ec.europa.eu/info/live-work-travel-eu/health/coronavirus-response_en

Þá hefur Evrópusambandi nú gefið út sérstaka fréttatilkynningu um pakkaferðir vegna áhrif af COVID-19 veirunni. Þar er fjallað stuttlega um það annars vegar aðstæður ef ferðamaður er ekki farinn í ferðina og hins vegar ef ferðamaður hefur kemst ekki heim úr pakkaferð.

Í fréttatilkynningunni er fjallað um hvað teljist óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður samkvæmt tilskipuninni og að meta þurfi í hverju og einu tilviki hvort um slíkar aðstæður sé að ræða. Nefnt er að opinber tilkynning þar til bærra yfirvalda séu mikilvægt viðmið um það hvenær hætta skuli við pakkaferð vegna óvenjulegar og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa áhrif á framkvæmd pakkaferðar. Samhliða þessu eru í fréttatilkynningunni tekin dæmi um aðstæður áður en ferð er hafin, þar sem komið getur til þess að annað hvort ferðaskrifstofa hætti við ferð eða ferðamaður afpanti og eigi rétt á fullri endurgreiðslu.

Að lokum er fjallað um það að á meðan á ferðinni stendur ber þjónustuveitanda að aðstoða ferðamenn t.d. með upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og breytingu á ferðaplönum. Ef farþegaflutningur er hluti af pakkaferðinni og ekki er hægt að flytja ferðmann heim vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna skal ferðaskrifstofan sjá ferðmanninum fyrir gistingu í að hámarki þrjár nætur. Að þeim tíma liðnum gæti ferðamaður þurft að standa sjálfur undir kostnaðinum.

Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér:

 https://ec.europa.eu/info/sites/info/files/coronavirus_info_ptd_19.3.2020.pdf

 

TIL BAKA