Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á BeSafe iZi Go X1 bílstólnum

20.03.2020

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á BeSafe iZi Go X1 frá bílstólaleigunni barnabilstolar.is sem festir eru á isofix base. Innköllunin á aðeins við um bílstóla sem festir eru á ISOfix base. Í tilkynningunni kemur fram að öruggt sé að nota stólinn þegar hann er festur með bílbelti.
Ástæða innköllunarinnar er að íhlutur í stólnum sem tengist við ISOfix baseið var breytt í framleiðslu árið 2017. Við nýlegar og ítarlegar prófanir kom í ljós að tengingin á milli stólsins og base-ins stóðust ekki öryggiskröfur.
Innköllunin á við um BeSafe iZi go X1 barnabílstóla með raðnúmeri frá ZG0247548 till ZG(0)270529.
Haft hefur verið samband við alla leigjendur hjá barnabilstolar.is, bæði með tölvupósti auk þess sem tölvupóstinum hefur verið fylgt eftir með símtali. Enn er unnið að því að hafa samband við leigjendur símleiðis.
Neytendastofa hvetur þá sem hafa leigt stólinn hjá barnabilstolar.is sem enn hafa ekki verið lagfærðir að hætta notkun stólsins með base-i þangað til úrbætur hafa verið gerðar. Bent er á að nánari upplýsingar má finna á heimasíðu besafe: https://www.besafe.com/en/izigox1-recall-uk/. 

Myndir með frétt

  • Fréttamynd - aukamynd 1
TIL BAKA